Á toppnum fyrir 5 árum | Hvar eru þeir núna?
Fimm ár er langur tími í heimi íþrótta og það sést ágætlega þegar litið er til baka á stöðuna á heimslista karla í golfi fyrir fimm árum.
Á þessum degi fyrir fimm árum var Jordan Spieth í efsta sæti heimslistans og var útlit fyrir að hann myndi halda stöðu sinni þar í töluverðan tíma og bæta við sig nokkrum risatitlum enda hafði hann sýnt gríðarlega yfirburði á árinu 2015.
Það hefur hins vegar ekki gengið eftir hjá Bandaríkjamanninum en í dag situr hann í 85. sæti og hefur verið í frjálsu falli niður listans undanfarna mánuði.
Golf TV tók saman stöðu fimm efstu kylfinga heimslistans í janúar 2016 og bar saman við stöðu þeirra á listanum í dag. Breytinguna má sjá hér fyrir neðan.
Eini kylfingurinn sem var í topp-5 á listanum árið 2016 og er enn í topp-10 í ár er Norður-Írinn Rory McIlroy.
Topp-5 á heimslista karla í janúar árið 2016:
1. Jordan Spieth
2. Jason Day
3. Rory McIlroy
4. Bubba Watson
5. Rickie Fowler
Staða þeirra árið 2021:
Jordan Spieth - 85. sæti
Jason Day - 44. sæti
Rory McIlroy - 7. sæti
Bubba Watson - 47. sæti
Rickie Fowler - 59. sæti