Andri, Birgir og Ólafur hefja leik í dag á Áskorendamótaröðinni
Atvinnukylfingarnir Andri Þór Björnsson, Birgir Leifur Hafþórsson og Ólafur Björn Loftsson hefja í dag leik á Viking Challenge mótinu sem fer fram á Áskorendamótaröðinni í golfi. Mótið er haldið hjá Miklagards golfklúbbnum í Noregi.
Andri Þór og Ólafur Björn komust í mótið í gegnum úrtökumót en Birgir Leifur er með þátttökurétt á mótaröðinni.
Ólafur Björn fer fyrstur út af íslensku kylfingunum en hann á rástíma klukkan 8:20 að staðartíma. Andri Þór fer svo út klukkan 9:00 og Birgir Leifur klukkan 13:20.
Hér verður hægt að fylgjast með strákunum í beinni.
Birgir Leifur Hafþórsson.
Ólafur Björn Loftsson.