Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Andri Þór verður með styrktarmót í golfhermi
Andri Þór Björnsson. Mynd: isak@vf.is
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 12. janúar 2020 kl. 12:39

Andri Þór verður með styrktarmót í golfhermi

Atvinnukylfingurinn Andri Þór Björnsson ætlar nýjar leiðir til þess að fjármagna þátttöku sína á atvinnumótum tímabilsins þegar hann heldur styrktarmót hjá Golfklúbbnum í Holtagörðum þann 1. febrúar næstkomandi.

Andri Þór hefur undanfarin ár leikið á Nordic Golf atvinnumótaröðinni og fær jafnframt þátttöku á nokkrum mótum á Áskorendamótaröðinni í ár fyrir flotta frammistöðu á úrtökumótunum fyrir Evrópumótaröð karla í haust.

Í styrktarmótinu verða leiknar fyrri níu holurnar á Pebble Beach vellinum fræga og er þátttökugjaldið 5.000 krónur á mann. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir keppendur, bæði í punktakeppni og höggleik.

Hægt er að skrá sig í mótið í síma Andra (616-7542), síma Golfklúbbsins (820-9111) eða á skráningarblaði á Facebook en síðuna má sjá hér.

Hafi fólk ekki tök á því að mæta í mótið bendir Andri einnig á að hægt er að styrkja hann með því að leggja inn á reikning 0114-05-060056 kt. 101191-2229.