Anna Sólveig fór holu í höggi á fyrsta hringnum á EM landsliða
Fyrsti hringur EM kvennalandsliða er nú í fullum gangi í Portúgal. Öll bestu landslið Evrópu eru mætt til leiks og er íslenska landsliðið með í mótinu.
Anna Sólveig Snorradóttir (GK) gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 3. holu Montado golfvallarins. Anna Sólveig er enn úti á velli en hún er á höggi yfir pari eftir fjórar holur.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir er eini íslenski kylfingurinn sem hefur lokið leik á fyrsta degi. Hún lék flott golf og kom inn á pari vallarins.
Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

