Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Arnar Borgar gefur ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku hjá GK
Arnar Borgar Atlason hér hægra megin á mynd.
Laugardagur 25. nóvember 2017 kl. 11:18

Arnar Borgar gefur ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku hjá GK

Aðalfundur Golfklúbbsins Keilis fer fram 7. desember í golfskála klúbbsins. Tveir núverandi stjórnarmenn hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

Arnar Atlason hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku í klúbbnum. Einnig hefur Davíð Arnar Þórsson ákveðið að taka sér hvíld frá stjórnarstörfum.

Örninn 2025
Örninn 2025

Daði Janusson hefur setið í stjórn síðustu fjögur árin og þarf nú kjör til áframhaldandi stjórnarsetu. Guðmundur Óskarsson, Ellý Erlingsdóttir og Sveinn Sigurbergsson eiga öll eitt ár eftir af stjórnarsetu sinni.

Félagsmenn eru hvattir til að bjóða sig fram til stjórnarsetu og koma áhuga sínum á framfæri við framkvæmdastjóra Keilis í síma 8964575 eða á netfanginu [email protected].

Ísak Jasonarson
[email protected]