Arnar Gunnlaugsson er kylfingur vikunnar
Kylfingur vikunnar að þessu sinni er enginn annar en Arnar Bergmann Gunnlaugsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í knattspyrnu. Hann var í gullaldarliðið ÍA í knattspyrnu sem virtist vinna nánast hvað sem í upphafi 10. áratugarins áður en hann hélt í atvinnumennsku og lék með liðum eins og Leicester City, Stoke City, Bolton Wanderers, Feyenoord o.fl. liðum. Í dag leikur hann með Val í Pepsi-deild karla. Arnar er 36 ára gamall og á tvö börn, Alex 9 ára og Ísabellu sjö ára.
Hvenær byrjaðir þú í golfi og hvers vegna?
„Byrjaði fyrir alvöru í skotlandi 2003. Hver sá sem hittir sitt fyrsta alvöru golfhogg veit af hverju maður verður hooked.“
Hefur þú verið í öðrum íþróttum?
„Badminton og Fótbolta.“
Hver eru helstu markmiðin?
„Komast niður fyrir 10 sem fyrst og setja síðan ný markmið.“
Helstu afrek í golfinu?
„Sigur á Twins open ( mót okkar bræðra) í sumar, Leidi mótið frá upphafi til enda. Ekkert ræp í buxurnar eins og Tigerinn á PGA.“
Hvað er það neyðarlegasta sem komið hefur fyrir þig á golfvellinum?
„Hvert skipti sem við bræður spilum saman er neyðarlegt, rífumst alveg hrikalega og hrósum aldrei. Bjarki á m.a 5 tré í vatninu á Blue monster á Miami og sandwedge á Gleneagles í runna í Glasgow. Enda ekkert annað hægt að gera en að henda þessu drasli þegar það bregst manni.“ Ferðu í golfferð til útlanda í ár og ef þá hvert? „Vonast eftir Miami ferð í vetur.“
Hvað ætlar þú að gera til að lækka forgjöfina í sumar?
„Find more fairways, hit more greens and hole more putts.“
Hver er uppáhaldskylfingurinn og af hverju?
„Tiger Woods, foréttindi að fylgjast með íþróttamanni í fremstu röð reyna að slá met sem talið var að ekki væri hægt að slá.“
Ef þú mættir breyta einni golfreglu hverju myndir þú breyta?
„Skil vel að það megi færa á braut en að færa við grínið er tóm þvæla.“
Atvinnumaður í fótbolta eða golfi?
„Hjartað segir fótbolti, hugurinn segir golf. Getur spilað endalaust í fremstu röð.“
Spurning fyrir næsta kylfing vikunnar:
Hvaða stórmót myndir þú helst vilja vinna og af hverju?
Staðreyndir:
Nafn: Arnar Bergmann Gunnlaugsson
Klúbbur: GR og Keilir
Forgjöf: 12.9
Golfpokinn: Mizuno
Golfskór: Adidas
Markmið í golfinu: Geta labbað að boltanum án þess að vera með 100 hugsanir í kollinum
Fyrirmynd: Tiger
Uppáhalds matur: Grill hjá Pabba
Uppáhalds drykkur: Gott rauðvín
Ég hlusta á: Núna er Green day og U2 mest í spilun
Besti völlurinn: Eyjar
Besta skor (hvar):79 Ginn reunion í florida. Tom Watson velli
Besta vefsíðan: Fer oftast á mbl.is
Besta blaðið: Golf digest
Besta bókin: Les ekki bækur
Besta bíómyndin: Margar, Godfather 1 og 2 er must einu sinni á ári