Aron Emil lék best á Opna Dominos mótinu á Selfossi
Fyrsta mót sumarsins hjá Golfklúbbi Selfoss var haldið um helgina á Svarfhólsvelli. Mótið bar heitið Opna Dominos og var þátttaka með ágætum.
Aron Emil Gunnarsson, ungur kylfingur úr GOS, lék best allra í mótinu en hann lék á 68 höggum (-2).
Helstu úrslit mótsins voru eftirfarandi:
Punktakeppni:
1. Óskar Eiríksson - 43 punktar
2. Bjarni Freyr - 40 punktar
3. Aron Emil - 40 punktar
4. Gunnar Blöndahl - 39 punktar
5. Valur Guðnason - 39 punktar
Höggleikur án forgjafar:
1. Aron Emil Gunnarsson, 68 högg
Úrslit mótsins má sjá á golf.is.