Aron Snær klúbbmeistari GKG
Aron Snær Júlíusson er klúbbmeistari GKG eftir frábæra spilamennsku í meistaramótinu. Hann lék á tólf höggum undir pari, 272 höggumn og var sex höggum betri en Sigurður Arnar Garðarsson.
Hinn ungi og bráðefnilegi Arnar Daði Svavarsson varð þriðji á -1 en hann leiddi eftir tvo daga. Frábær frammistaða hjá þessu unga kylfingi.
Eins og við greindum frá setti Aron vallarmet á Leirdalsvelli þegar hann lék þriðja hringinn á 8 undir pari, 63 höggum.
Í meistaraflokki kvenna vann Elísabet Sunna Scheving á 318 höggum. Karen Lind Stefánsdóttir varð önnur og Katrín Hrönn Daníelsdóttir þriðja.
Öll úrslit og myndir frá verðlaunaafhendingu má sjá hér.