Áskorendamótaröð barna og unglinga fór vel af stað úti á Nesi
Fyrsta mótið á Áskorendamótaröð barna og unglinga fór fram 28. maí sl. á Nesvelli Nesklúbbsins. Keppt var í fjórum aldursflokkum bæði hjá drengjum og stúlkum.
Keppendur voru 62 úr sjö golfklúbbum. Heimamenn í Nesklúbbnum sendu flesta keppendur til leiks eða 17 talsins. Golfklúbbur Mosfellsbæjar sendi 14 keppendur og Golfklúbburinn Keilir í Hafnarfirði sendi 11 keppendur til leiks.
Aðstæður voru góðar á Seltjarnarnesi og heppnaðist mótið einkar vel.
Úrslit:
15-18 ára drengir
1. sæti: Gunnar Jarl Sveinsson úr NK á 46 höggum eða á 11 höggum yfir pari
2. sæti: Haukur Thor Hauksson úr NK á 53 höggum eða á 18 höggum yfir pari
3. sæti: Arnar Dagur Jónsson úr GM á 55 höggum eða á 20 höggum yfir pari
15-18 ára stúlkur
1. sæti: Sara Pálsdóttir úr NK á 50 höggum eða á 15 höggum yfir pari
2. sæti: Ísabella Björt Þórisdóttir úr GM á 51 höggi eða á 16 höggum yfir pari
13-14 ára drengir
1. sæti: Alex Bjarki Þórisson úr GKG á 45 höggum eða á 10 höggum yfir pari
2. sæti: Birgir Örn Arnarsson úr NK á 46 höggum eða á 11 höggum yfir pari
3. sæti: Pétur Orri Þórðarson úr NK á 49 höggum eða á 14 höggum yfir pari
13-14 ára stúlkur
1. sæti: María Kristín Elísdóttir úr GKG á 50 höggum eða á 15 höggum yfir pari
2. sæti: Viktoría Vala Hrafnsdóttir úr GL á 55 höggum eða á 20 höggum yfir pari
3. sæti: Elísabet Jónsdóttir úr GM á 57 höggum eða á 22 höggum yfir pari
12 ára og yngri drengir
1. sæti: Skarphéðinn Egill Þórisson úr NK á 42 höggum eða á 7 höggum yfir pari
2. sæti: Emil Máni Lúðvíksson úr GKG á 49 höggum eða á 14 höggum yfir pari
3.-4. sæti: Ásgeir Páll Baldursson úr GR á 50 höggum eða á 15 höggum yfir pari
3.-4. sæti: Helgi Dagur Hannesson úr GR á 50 höggum eða á 15 höggum yfir pari
12 ára og yngri stúlkur
1. sæti: Ragna Lára Ragnarsdóttir úr GR á 43 höggum eða á 8 höggum yfir pari
2. sæti: Ragnheiður I. Guðjónsdóttir úr NK á 52 höggum eða á 17 höggum yfir pari
3. sæti: Júlía Karitas Guðmundsdóttir úr NK á 55 höggum eða á 20 höggum yfir pari
10 ára og yngri drengir
1. sæti: Leifur Hrafn Arnarsson úr NK á 48 höggum eða á 13 höggum yfir pari
2. sæti: Kolfinnur Skuggi Ævarsson úr GS á 49 höggum eða á 14 höggum yfir pari
3. sæti: Hilmar Árni Pétursson úr NK á 53 höggum eða á 18 höggum yfir pari
10 ára og yngri stúlkur
1.-2. sæti: Þórey Berta Arnarsdóttir úr NK á 50 höggum eða á 15 höggum yfir pari
1.-2. sæti: Eiríka Malaika Stefánsdóttir úr GM á 50 höggum eða á 15 höggum yfir pari
3. sæti: Elva Rún Rafnsdóttir úr GM á 64 höggum eða á 29 höggum yfir pari
Næsta mót á mótaröðinni fer fram hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, 10. Júní nk.