Örninn 2021 #2
Örninn 2021 #2

Fréttir

Axel í miklu stuði á fyrsta degi Leirumótsins
Axel Bóasson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 4. júní 2021 kl. 23:03

Axel í miklu stuði á fyrsta degi Leirumótsins

Atvinnukylfingurinn Axel Bóasson var í miklu stuði á fyrsta degi Leirumótsins, þriðja stigamóti ársins á GSÍ mótaröðinni. Hann kom í hús á sex höggum undir pari.

Axel fékk samtals sjö fugla á hringnum í dag, fjóra á fyrri níu holunum og þrjá á þeim síðari. Á móti tapaði hann aðeins einu höggi en hann fékk skolla á 16. holunni. Hann lék því á 66 höggum og er höggi á undan næsta kylfingi.

kylfingur.is
kylfingur.is

Það voru fleiri kylfingar sem léku vel því Aron Snær Júlíusson er aðeins höggi á eftir Axel. Eftir að hafa fengið skolla á annarri holu fékk Aron sex fugla, þar af fjóra á síðari níu holunum, og tapaði ekki höggi.

Jafnir í þriðja sæti á þremur höggum undir pari eru þeir Sigurður Bjarki Blumenstein, Pétur Þór Jaidee og Andri Már Óskarsson.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Örninn járn 21
Örninn járn 21