Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Bestu kylfingar landsins í holukeppni á Jaðarsvelli
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 16. júní 2020 kl. 10:04

Bestu kylfingar landsins í holukeppni á Jaðarsvelli

Íslandsmótið í holukeppni fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri dagana 19.-21. júní. Gríðarlega sterkur hópur keppenda hefur nú þegar skráð sig til leiks en skráningarfrestur rennur út á miðnætti í kvöld. 
32 karlar og 32 konur eru með keppnisrétt á þessu stórmóti á stigamótaröð GSÍ. Má þar nefna atvinnukylfinga á borð við Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, Valdísi Þóru Jónsdóttur. Saga Traustadóttir hefur titil að verrja og er hún skráð til leiks.

Í karlaflokki er ljóst að keppendahópurinn gríðarlegar sterkur. Atvinnukylfingar Axel Bóasson, Ólafur Björn Loftsson, Haraldur Franklín Magnús, Andri Þór Björnsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eru allir skráðir til leiks. Rúnar Arnórsson, ríkjandi Íslandsmeistari í holukeppni, er einnig skráður til leiks.