Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Birna fór holu í höggi í Öndverðarnesi
Birna Stefánsdóttir ásamt Þóri Björgvinssyni eftir afrek dagsins.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 21. júní 2020 kl. 23:11

Birna fór holu í höggi í Öndverðarnesi

Birna Stefánsdóttir klúbbfélagi í Golfklúbbi Öndverðarness gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á heimavelli sínum í dag, sunnudaginn 21. júní.

Birna náði draumahögginu á 2. holu sem spilaðist 114 metrar af rauðum teigum. Önnur holan á Öndverðarnesvelli er ein sú eftirminnilegasta á vellinum þar sem grjótveggur umliggur flötina.

Einungis eru fimm ár frá því að Birna fór síðast holu í höggi en þá afrekaði hún það á 5. holu Öndverðarnesvallar.