Sverrir og Auður sigruðu í Mosó eftir harða keppni
Það var hörku keppni um meistaratitilinn hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar í karla- og kvennaflokki. Sverrir Haraldsson sigraði eftir umspil við Björn Óskar Guðjónsson. Hjá kvenfólkinu var líka hart barist en þar varð Auður Bergrún Snorradóttir klúbbmeistari.
Björn Óskar og Sverrir léku báðir á parinu og voru fimm höggum betri en Theodór Emil Karlsson. Tuttugu og átta keppendur voru í meistaraflokki karla en Kristján Þór Einarsson, Íslandsmeistari 2022, leiddi eftir tvo hringi en varð að hætta keppni.
Auður Bergrún, María Eir Guðjónsdóttir og Kristín Sól Guðmundsdóttir urðu í efstu þremur sætunum í kvennaflokki.