Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Sverrir og Auður sigruðu í Mosó eftir harða keppni
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 11. júlí 2023 kl. 10:42

Sverrir og Auður sigruðu í Mosó eftir harða keppni

Það var hörku keppni um meistaratitilinn hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar í karla- og kvennaflokki. Sverrir Haraldsson sigraði eftir umspil við Björn Óskar Guðjónsson. Hjá kvenfólkinu var líka hart barist en þar varð Auður Bergrún Snorradóttir klúbbmeistari. 

Björn Óskar og Sverrir léku báðir á parinu og voru fimm höggum betri en Theodór Emil Karlsson. Tuttugu og átta keppendur voru í meistaraflokki karla en Kristján Þór Einarsson, Íslandsmeistari 2022, leiddi eftir tvo hringi en varð að hætta keppni.

Örninn 2025
Örninn 2025

Auður Bergrún, María Eir Guðjónsdóttir og Kristín Sól Guðmundsdóttir urðu í efstu þremur sætunum í kvennaflokki.