Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Björn Óskar á 78 höggum á fyrsta hring í Danmörku
Björn Óskar Guðjónsson
Fimmtudagur 13. október 2016 kl. 16:03

Björn Óskar á 78 höggum á fyrsta hring í Danmörku

Fyrsta hringnum á lokaúrtökumótinu fyrir Nordic Golf mótaröðina er lokið en þar leika fjórir íslenskir kylfingar. Axel Bóasson (GK), Andri Þór Björnsson (GR), Haraldur Franklín Magnús (GR) og Björn Óskar Guðjónsson (GM).

Björn Óskar lék á 78 höggum á fyrsta hringnum eða 6 höggum yfir pari. Hann fékk 7 skolla og 1 fugl á hringnum og er jafn í 85. sæti. 

Örninn 2025
Örninn 2025

Hinir íslensku kylfingarnir kláruðu á undan Birni en hér eru skor þeirra á fyrsta hring: Lesa meira

T12 Axel Bóasson 69 (-3)
T19 Andri Þór Björnsson 71 (-1)
T47 Haraldur Franklín Magnús 73 (+1)
T85 Björn Óskar Guðjónsson 78 (+6)

Alls fá 25 efstu kylfingarnir fullan keppnisrétt á Nordic Golf mótaröðinni og eru Andri Þór og Axel báðir innan þess hóps eftir fyrsta hring. Þó er nóg eftir en leiknir verða þrír hringir.

Hér má sjá stöðuna í mótinu.

Eftir Dag Ebenezersson
[email protected]