Breytingar á mótaskrá GSÍ
Mótanefnd Golfsambands Íslands hefur gert breytingar á drögum að mótaskrá sumarsins sem kynnt voru í byrjun árs.
Ein breyting er á GSÍ mótaröðinni, sem er enn án styrktaraðila, en annað mót ársins hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar breytist þannig að leiknar verða 36 holur á laugardegi og 18 á sunnudegi í stað þriggja daga móts frá föstudegi til sunnudags.
Á unglingamótaröðinni urðu fleiri breytingar en fjórða stigamót sumarsins fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri dagana 19.-21. júlí og Íslandsmótið í höggleik verður leikið á Leirdalsvelli dagana 16.-18. ágúst. Enn er ekki búið að ákveða hvar Íslandsmótið í holukeppni fer fram.
Hér fyrir neðan má sjá uppfærða mótaskrá GSÍ fyrir golfsumarið 2019: