Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Búið að opna inn á Setbergsvöll – Yfir 200 meðlimir nú þegar í GSE
Mánudagur 10. maí 2010 kl. 17:58

Búið að opna inn á Setbergsvöll – Yfir 200 meðlimir nú þegar í GSE

Það voru margir sem fögnuðu því þegar Golfklúbburinn Setberg var endurstofnaður eftir nokkurra ára dvala. Í vetur var haldinn vel sóttur stofnfundur og vel hefur gengið að fá félaga í klúbbinn.

Örninn 2025
Örninn 2025

Nú þegar eru um 200 kylfingar skráðir í klúbbinn og eru margir af þeim að snúa aftur í heimahaga eftir að hafa verið í öðrum klúbbum á undanförnum árum. Setbergsvöllur var opnaður fyrir skömmu og hafa margir kylfingar nýtt sér tækifærið og leikið á vellinum undanfarna daga.

Völlurinn kemur ágætlega undan vetri eins og ljósmyndari Kylfings.is komst að í dag. Völlurinn er þéttur og flatirnar taka vel við boltanum. Þrátt fyrir að vera aðeins níu holu völlur eru 18 teigar á vellinum og því spilast völlurinn öðruvísi á seinni níu holunum sem er vel til fundið hjá þeim í Setbergi. Þessar myndir voru teknar í dag og eins má sjá var veður með eindæmum gott.

Myndir/Kylfingur.is: Setbergsvöllur er níu holu völlur með 18 teiga.