Prósjoppan
Prósjoppan

Fréttir

Canter ánægður með skorið eftir hæga byrjun
Laurie Canter. Mynd: GettyImages.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 24. október 2020 kl. 17:38

Canter ánægður með skorið eftir hæga byrjun

Englendingarnir Laurie Canter og Ross McGowan eru í forystu eftir þrjá hringi á Opna ítalska mótnu sem fer fram á Evrópumótaröð karla í golfi.

Canter og McGowan eru báðir á 19 höggum undir pari eftir þrjá hringi en sá fyrrnefndi hefur leitt eftir alla þrjá hringina.

Canter fór frekar hægt af stað á þriðja hringnum og komst ekki almennilega í stuð fyrr á síðustu þremur holunum þar sem hann fékk þrjá fugla.

„Ég er frekar ánægður með þetta skor því ég var ekki alveg að finna taktinn til að byrja með ef ég á að vera hreinskilinn,“ sagði Canter eftir þriðja hringinn. „Ég komst ekki almennilega af stað en ég reyndi ekki að þvinga því í gegn og var þolinmóður. Svo augljóslega er það frábært að enda svona og að spila undir 70 höggum er mjög gott eftir svona dag.“

Þremur höggum á eftir Canter og McGowan er Dean Burmester á 16 höggum undir pari. Sebastian Heisele og Nicolas Colsaerts eru jafnir í 4. sæti á 15 höggum undir pari en lokahringur mótsins fer fram á morgun, sunnudag.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

View this post on Instagram

Short game, @lauriecanter 💯 #ItalianOpen

A post shared by European Tour (@europeantour) on