Davíð Gunnlaugsson valinn PGA kennari ársins 2020
Íþróttastjóri GM, Davíd Gunnlaugsson, var á dögunum útnefndur PGA kennari ársins fyrir árið 2020.
PGA á Íslandi stóð fyrir kosningu meðal félagsmanna, þar sem Davíð var einn af sjö tilnefndum kennurum. Kennararnir sem voru tilnefndir voru eftirfarandi (í stafrófsröð):
Arnar Már Ólafsson
Davíð Gunnlaugsson
David Barnwell
Heiðar Davíð Bragason
Hlynur Geir Hjartarson
Ragnhildur Sigurðardóttir
Snorri Páll Ólafsson
Kosningin var gífurlega spennandi, en það eru félagsmenn PGA á Íslandi sem kjósa, og voru þeir Arnar Már og Davíð efstir með jafnmörg atkvæði. Þá var gripið til úrslitakosninga þar sem Davíð hlaut 51% atkvæða og Arnar Már 49%.
Þetta er fyrsta skiptið sem Davíð er kosinn PGA kennari ársins og fyrsta skipti sem kennari ársins kemur úr röðum GM.
PGA kennarar ársins:
2007 Árni Jónsson
2008 Staffan Johannson
2009 Arnar Már Ólafsson
2010 Brynjar Eldon Geirsson
2011 Derrick Moore
2012 Sigurpáll Geir Sveinsson
2013 Magnús Birgisson
2014 Heiðar Davíð Bragason
2015 Derrick Moore
2016 Derrick Moore
2017 Derrick Moore
2018 David George Barnwell
2019 Arnar Mál Ólafsson