Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Day dregur sig úr Forsetabikarnum | Byeong Hun An valinn í staðinn
Jason Day.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 29. nóvember 2019 kl. 23:42

Day dregur sig úr Forsetabikarnum | Byeong Hun An valinn í staðinn

Ástralinn og fyrrum efsti maður heimslistans Jason Day dró sig í dag úr Forsetabikarnum þar sem hann átti að leika fyrir Alþjóðaliðið en keppnin fer fram í næsta mánuði.

Day tilkynnti að bakmeiðsli, sem hafa hrjáð hann um nokkurt skeið, komu aftur upp og hafi hann því ákveðið í sameiningu með læknateymi sínu að draga sig úr leik.

Ástralinn var valinn í liðið af fyrirliða Alþjóðaliðsins, Ernie Els, þar sem honum tókst ekki að spila sig í liðið vegna misjafns árangurs út af meiðslum á tímabilinu.

„Því miður hef ég gengið í gegnum bakmeiðsli áður og hef ég því ákveðið ásamt læknateymi mínu að best væri að stöðva allar æfingar og leik.“

Els hefur valið Byeong Hun An til að fylla skarð Day og kvaðst Els viss um að An ætti eftir að reynast liðinu dýrmætur.

„Að hafa stöðugan og hæfileikaríkan kylfing eins og An í liðinu er frábært fyrir liðið og hjálpar okkur að ná árangri.“