Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Dimond Suites hjóna- og parakeppnin 13. júní í Leiru
Miðvikudagur 3. júní 2020 kl. 10:02

Dimond Suites hjóna- og parakeppnin 13. júní í Leiru

Dimonds Suites hjóna og parakeppnin verður haldin á Hólmsvelli í Leiru laugadaginn 12. Júní. Glæsileg verðlaun verða í boði, m.a. Gisting á fimm stjörnu Dimonds Suites hótelinu í Keflavík.

„Þetta er eitt flottasta golfmótið sem við höldum hjá Golfklúbbi Suðurnesja og var haldið í fyrsta skipti í fyrra. Mótið verður enn veglegra í ár og við vonumst til að sjá sem flesta,“ segir John Berry í mótanefnd GS.


Hér má sjá lista eftir vegleg verðlaun mótsins:

DIAMONDS SUITES – hjóna- og parakeppni - Keppnisfyrirkomulag: Betri bolti. Keppendur fá teiggjafir frá Geo Silica.                           

1.Vinningur: Diamond Suites + óvissuferð kokksins      fyrir tvo á Kef.

2.Vinningur:  Tveggja manna herbergi á Hótel Kef + óvissuferð kokksins fyrir tvo á Kef Resturant.

3.Vinningur: Tveggja manna herbergi á Hótel Kef.

4..Vinningur: Gisting á hótel Eldey fyrir tvo.

5.vinningur: Gisting á hótel Grásteinn fyrir tvo.

6. vinningur: Gisting á hótel Eldey.

7. vinningur Gisting á hótel Grásteinn.

8.Vinningur: Óvissuferð kokksins fyrir tvo á Kef Resturant.

9. vinningur.  Hádegisverður fyrir tvo með kaffi á Kef Resturant.

Glæsileg nándarverðlaun á öllum par 3 holum, lengsta drive karla , lengsta drive kvenna, auk fjölda útdráttarvinninga frá Hotel Keflavík, Geo Silica, Toyota Reykjanesbær, kvenfataverslun Coda, fataverslunin Gallerí, Lífsstíll, Kaffi Duus, Veiðibúð Keflavíkur, Langbest resturant, Park inn , Golfbúð Hafnarfjarðar, og Nóa Síríus.

Setning mótsins fer fram á Kef Resturant Hótel Keflavík föstudaginn 12. júní kl 18.00 með fordrykk. 

Allir keppendur verða ræstir út á sama tíma kl. 12.00 á laugardag 13. júní í shotgun. Kylfingum er bent á að mæta amk 30 mínútum fyrir rástíma.

Við endum svo mótið með glæsilegu hlaðborði í klúbbhúsi ásamt  verðlaunaafhendingum.   

Ef keppendur eru með óskir um að spila með ákveðnum aðilum í holli skal hafa samband við Leirukaffi síma 4214100

Hótel Keflavík bíður keppendum mótsins gistingu í tveggja manna herbergi á 9900 kr á mann og 17900 kr eins manns herbergi. Þeir keppendur sem gista á Hótel Keflavík er boðið að spila Hólmsvöll endurgjaldslaust á sunnudeginum 14. júní (daginn eftir mót).

Hótel Keflavík Vatnsnesvegi 12-14 - sími 4207000 - stay@kef.is-  www.kef.is