Fréttir

Dustin Johnson dregur sig úr móti Tiger Woods
Dustin Johnson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 30. nóvember 2019 kl. 22:40

Dustin Johnson dregur sig úr móti Tiger Woods

Dustin Johnson tilkynnti í dag að hann hefði dregið sig úr móti Tiger Woods, Hero World Challenge. Mótið fer fram dagana 4.-7. desember næstkomandi og eru margir af bestu kylfingum heims á meðal keppenda.

Johnson gekkst undir aðgerð á hné strax að loknu Tour Championship mótinu til að laga minniháttar brjósk skemmdir. Í yfirlýsingu frá Johnson sagði hann að til að undirbúa sig sem best fyrir Forsetabikarinn sem fer fram vikuna 9.-15. desember telji hann að vika af æfingum og endurhæfingu væri rétta leiðin.

„Ég hef tilkynnt fyrirliðanum, Woods, um ákvörðun mína og sýndi hann því mikinn skilning. Hann sagðist vera spenntur að keppa með mér fyrir hönd Bandaríkjanna í Ástralíu.“

Tilkynningu Johnson má lesa í heild sinni hér að neðan.