Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Dyson í topp-50 á heimslistanum - Woods hrapar niður listann
Mánudagur 1. ágúst 2011 kl. 18:04

Dyson í topp-50 á heimslistanum - Woods hrapar niður listann

Sigurvegararnir á stóru mótum helgarinnar í atvinnugolfinu, Scott Stallings frá Bandaríkjunum og Simon Dyson frá Englandi, taka vænt stökk upp heimslistann sem birtur var í dag. Stallings hóf árið í 562. sæti listans en er nú kominn upp í 119. sæti á listanum eftir sigur á Greenbrier Classic mótinu í gær.

Örninn 2025
Örninn 2025

Dyson tryggði sér keppnisrétt í Bridgestone Invitational mótið sem fram fer í vikunni á Heimsmótaröðinni með að sigra á Opna írska mótinu í gær en við það stekkur hann upp í 48. sæti heimslistans. Hann ætti einnig að eiga öruggt sæti í PGA Meistaramótinu sem fram fer í næstu viku. Dyson fer upp um 19 sæti á milli vikna í kjölfar sigursins.

Englendingurinn Luke Donald er sem fyrr efstur á heimslistanum 9,49 meðalstig og hefur safnað langflestum stigum í ár eða 342 stigum. Lee Westwood er annar með 8,18 meðalstig en til samanburðar þá hefur hann aðeins aflað 173,75 stigum til heimslistans í ár. Tiger Woods hrapar niður í 28. sæti listans en hann hefur lítið leikið á undanförnum tveimur árum og árangur hans ekki verið góður. Hann snýr þó aftur til leiks núna í vikunni og reynir vafalaust að rétta sinn hlut.

Staðan á heimslistanum:



Mynd/golfsupport.nl: Simon Dyson er á uppleið.