Örninn #galvin 2
Örninn #galvin 2

Fréttir

Enn einu mótinu frestað - Valderrama fær nýja dagsetningu
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 17. mars 2020 kl. 20:20

Enn einu mótinu frestað - Valderrama fær nýja dagsetningu

Enn einu mótinu á Evrópumótaröðinni hefur verið frestað. Nú er það Estrella Damm N.A. Andalucia Masters á Valderrama vellinu á Spáni sem halda átti 30. apríl til 3. maí sem hefur verið ákveðið að fresta. Gestgjafinn er enginn annar en Spánverjinn Sergio Garcia.

Ástæðan auðvitað COVID-19.

Aðstandendur mótsins segja í fréttatilkynning að reyna eigi að finna mótinu aðra dagsetningu síðar á árinu en ástæða fyrir frestuninni sé óhjákvæmileg í ljósi aðstæðna.