Fréttir

Enn eitt smitið á PGA mótaröðinni
Denny McCarthy.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 26. júní 2020 kl. 18:17

Enn eitt smitið á PGA mótaröðinni

Smitum vegna Covid-19 heldur áfram að fjölga á PGA mótaröðinni en í dag var tilkynnt um að Denny McCarthy hefði greinst með kórónuveiruna eftir skimun. Hann hefur dregið sig úr leik á Travelers Championship mótinu og er hann þriðji kylfingurinn sem greinist með veiruna.

Fyrir höfðu þeir Nick Watney og Cameron Champ greinst með veiruna en að auki höfðu kylfuberar Graeme McDowell og Brooks Koepka greinst með veiruna. Í ofan á lag þá hafði fjölskyldumeðlimur Webb Simpson greinst með veiruna og hafa allir þessir kylfingar þurft að draga sig úr leik.

Spilafélagi McCarthy, Bud Cauley, hefur einnig dregið sig úr mótinu en Matt Wallace sem var með þeim í holli hefur enn ekki dregið sig úr mótinu.