Evrópa með gott forskot gegn Asíu í Malasíu
Úrvaliðs Asíu náði að rétta sinn hlut í EurAsia Cup gegn úrvalsliði Evrópu á öðrum keppnisdegi mótsins sem fram fer í Malasíu. Asía var 5-0 undir eftir fyrsta keppnisdaginn þar sem keppt var í fjórleik. Í morgun náði Asía að sigra í tveimur viðureignum og halda jöfnu í tveimur í fjórmenningnum.
Staðan er 7-3 fyrir Evrópu fyrir lokakeppnisdaginn þar sem fram fara 10 viðureignir í tvímenning á Glenmarie vellinum í Malasíu.
Prayad Marksaeng frá Taílandi og Suður-Kóreumaðurinn Kim Hyung-sung sigruðu dansk tvíeykið Thomas Björn og Thorbjörn Olesen.
Anirban Lahiri og Siddikur Rahman frá Indlandi sigruðu síðan Joost Luiten frá Hollandi og Frakkann Victor Dubuisson 2/1.
Europe, which led 5-0 after winning all fourball matches Thursday, then gained two halves before Graeme McDowell og Jamie Donaldson sigruðu Gaganjeet Bhullar og Nicholas Fung, 2/1.
Evrópa þarf aðeins 3,5 vinning á lokakeppnisdeginum til þess að tryggja sér sigur í þessari keppni sem fer nú fram í fyrsta sinn.
Thongchai Jaidee og Kiradech Aphibarnrat sem eru frá Taílandi „klúðruðu“ sigrinum gegn Spánverjunum Miguel Angel Jimenez og Pablo Larrazabal á lokaholunni. Leikurinn endaði með jafntefli.
Sama var uppi á teningnum hjá Koumei Oda og Hideto Tanihara sem eru frá Japan. Þeir misstu niður forskotið gegn Gonzalo Fernandez-Castano og Stephen Gallacher – en sá leikur endaði með jafntefli.
Fjórleikur er leikinn þannig að tveir keppendur eru saman í liði og leika sínum bolta. Betra skor hvers liðs á hverri holu telur í holukeppni á milli liða.
Fjórmenningur er leikinn þannig að tveir keppendur eru saman í liði og slá þeir einn bolta til skiptis. Keppendur slá upphafshöggin til skiptis, óháð því hvaða kylfingur púttaði síðast á flöt. Betra skor hvers liðs á hverri holu telur í holukeppni á milli liða.
Tvímenningur er leikinn þannig að einn keppandi úr hvoru liði mætast í holukeppni.