Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Lombard höggi á undan Oosthuizen og Detry
Zander Lombard.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 16. nóvember 2019 kl. 23:13

Evrópumótaröð karla: Lombard höggi á undan Oosthuizen og Detry

Þriðji hringur Nedbank Golf Challenge mótsins á Evrópumótaröðinni var leikinn í dag. Það er heimamaðurinn Zander Lombard sem er í forystu fyrir lokahringinn. Hann er aðeins höggi á undan samlanda sínum Louis Oosthuizen og Belganum Thomas Detry.

Lombard var á 11 höggum yfir pari fyrir daginn og með tveggja högga forystu. Hann var um tíma kominn á þrjú högg yfir par á hringnum í dag en náði að vinna sig til baka og endaði hringinn á 72 höggum, eða pari vallar. Eftir daginn er hann því á 11 höggum undir pari.

Oosthuizen var í forystu eftir fyrsta daginn og annar eftir gærdaginn. Í dag fékk hann þrjá fugla, tvo skolla og restina pör. Hann lék því á 71 höggi, eða höggi undir pari. Detry lék á 69 höggum, þar sem hann fékk sex fugla, einn skolla, skramba og restina pör. Þeir eru báðir á 10 höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.