Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Rahm og Willett efstir þegar leik var frestað
Danny Willett.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 20. september 2019 kl. 19:20

Evrópumótaröð karla: Rahm og Willett efstir þegar leik var frestað

Ekki náður allir að ljúka leik á öðrum degi BMW PGA Championship sem fram fer á Wentworth vellinum á Englandi. Það eru þó ekki nema 16 kylfingar sem náðu ekki að klára áður dimma tók.

Jon Rahm og Danny Willett náðu báðir að ljúka leik í dag og eru þeir tveggja högga forystu á næstu menn. Rahm lék á 67 höggum í dag eða fimm höggum undir pari á meðan Willett lék á 65 höggum. Þeir eru báðir á 11 höggum undir pari.

Jafnir í þriðja sæti á níu höggum undir pari eru þeir Christiaan Bezuidenhout, Justin Rose og Henrik Stenson. Þeir léku á fimm, fjórum og þremur höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.