Fréttir

Evrópumótaröð karla: Tveir jafnir á toppnum í Suður-Afríku
Adrian Meronk.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 26. nóvember 2020 kl. 20:45

Evrópumótaröð karla: Tveir jafnir á toppnum í Suður-Afríku

Þeir Adrian Meronk og Robin Roussel eru í efsta sæti þegar einum hring er lokið á Alfred Dunhill Championship mótinu sem fram fer í Suður-Afríku um þessar mundir. Leikið er á Leopard Creek vellinum í Suður-Afríku og er mótið haldið í sameiningu af Evrópumótaröð karla og Sunshine mótaröðinni í Suður-Afríku.

Þeir Meronk og Roussel léku báðir á 65 höggum, eða sjö höggum undir pari. Roussel fékk níu fugla á hringnum í dag en á móti fékk hann tvo skolla. Á meðan fékk Meronk aðeins fjóra fugla og einn skolla en hann fékk einnig tvo erni. Þess má til gaman geta að Meronk var liðsfélagi Guðmundar Ágústs Kristjánssonar hjá East Tennessee State Háskólanum.

Scott Jamieson er einn í þriðja sæti á sex höggum undir pari. Hann er svo höggi á undan Englendingnum Richard Bland sem lék á 67 höggum.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.