Fréttir

Evrópumótaröð karla: Westwood setti tóninn í Skotlandi
Lee Westwood.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 1. október 2020 kl. 20:21

Evrópumótaröð karla: Westwood setti tóninn í Skotlandi

Hinn 47 ára gamli Lee Westwood var í miklu stuði á fyrsta degi Scottish Open mótinu sem hófst í dag Renaissance vellinum en mótið er hluti af Evrópumótaröð karla.

Westwood hóf leik á fyrstu holu í dag. Hann byrjaði daginn á rólega með tveimur pörum. Þá kom fimm holu kafli þar sem að hann fékk tvo erni, einn fugl og tvö pör. Fyrri níu holurnar lék hann því á fimm höggum undir pari. Á síðari níu holunum bætti hann við fjórum fuglum og kom hann því í hús á 62 höggum, eða níu höggum undir pari. Westwood er þó aðeins höggi á undan næstu mönnum.

Jafnir í öðru sæti á átta höggum undir pari eru þeir Alexander Björk og Joost Luiten. Þeir fengu báðir níu fugla á hringnum í dag en töpuðu einu höggi.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

View this post on Instagram

Surely not @westwood_lee 😲 #ASISO #RolexSeries

A post shared by European Tour (@europeantour) on