Fréttir

Evrópumótaröð karla: Wiesberger í forystu ásamt tveimur öðrum eftir frábæran hring
Bernd Wiesberger.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 12. júlí 2019 kl. 19:30

Evrópumótaröð karla: Wiesberger í forystu ásamt tveimur öðrum eftir frábæran hring

Annar hringur Scottish Open mótsins fór fram í dag við frábærar aðstæður. Skor voru góð en það var það Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger sem stal senunni í dag með hring upp á 61 högg. Hann er jafn í efsta sæti ásamt þeim Erik Van Rooyen og Lee Slattery.

Wiesberger byrjaði hringinn á 10. holu og var á fjórum höggum undir pari eftir níu holur, með fimm fugla og einn skolla. Á síðari níu holunum bætti hann við einum fugli á fyrstu holunni en svo komu þrjú pör áður en að hann endaði hringinn á fimm fuglum í röð. Hann er því samtals á 14 höggum undir pari. Bæði Rooyen og Slattery hafa leikið mjög vel fyrstu tvo hringina en þeir eru búinir að leika báða hringina á 64 höggum, eða sjö höggum undir pari.

Tveimur höggum á eftir eru þeir Henrik Stenson og Nino Bertasio. Stenson hefur enn ekki tapað höggi í mótinu.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.