Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Evrópumótaröðin: Átta liða úrslitin klár á GolfSixes mótinu
Wade Ormsby.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 7. júní 2019 kl. 21:21

Evrópumótaröðin: Átta liða úrslitin klár á GolfSixes mótinu

GolfSixes mótið, eitt af aukamótum Evrópumótaraðarinnar, hófst í dag í Portúgal. Leikið er með töluvert óhefðbundnu sniði en mótið er liðakeppni þar sem 16 þjóðir taka þátt og eru tveir kylfingar frá hverri þjóð saman í liði. 14 karlalið voru skráð til leiks og tvö kvennalið.

Mótið er leikið yfir tvo daga og var búið að skipta liðunum 16 niður í fjóra riðla. Í dag voru leiknar fjórar umferðir en hver umferð tók aðeins 60 mínútur, þar sem aðeins sex holur voru leiknar. Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast í átta liða úrslitin.

Engu liði tókst að vinna alla þrjá leikina sína, Spánverjar voru næstir því en þeir unnu tvo leiki og gerðu eitt jafntefli. Liðin sem komust áfram eru karlalið Englands, Svíar, Frakkar, Ítalir, Tælendingar, Skotar, Spánverjar og Ástralir.

Á morgun mætast lið:

England - Svíþjóð
Frakkland - Ítalía
Tæland - Skotland
Spánn - Ástralía

Nánar má skoða úrslit dagsins hérna.