Örninn #galvin 2
Örninn #galvin 2

Fréttir

Fimmti sigur Coetzee staðreynd
George Coetzee. Mynd: GettyImages.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 13. september 2020 kl. 21:26

Fimmti sigur Coetzee staðreynd

George Coetzee sigraði í dag á Portugal Masters mótinu sem fór fram á Evrópumótaröð karla í golfi um helgina. Coetzee spilaði lokahring mótsins á 66 höggum og fagnaði sigri eftir nokkuð spennandi lokadag.

Coetzee byrjaði daginn með eins höggs forystu en var dottinn niður listann eftir par á fyrstu sex holunum í dag. Fuglar á 7., 8., og 11. holu komu honum hins vegar aftur í efsta sætið og var hann með tveggja högga forystu fyrir lokaholuna eftir fugla á 16. og 17. holu.

Englendingurinn Laurie Canter endaði í 2. sæti á 14 höggum undir pari, höggi á undan samlanda sínum Tommy Fleetwood og Svíanum Joakim Lagergren.

Þetta er fimmti sigur Coetzee á Evrópumótaröð karla og sá fyrsti frá því árið 2018.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Sigrar Coetzee á Evrópumótaröð karla:

2014: Joburg Open
2015: Tshwane Open
2015: AfrAsia Bank Mauritius Open
2018: Tshwane Open
2020: Portugal Masters