Örninn #galvin
Örninn #galvin

Fréttir

Fínn árangur hjá Guðmundi og Haraldi í Austurríki
Haraldur Franklín Magnús.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
laugardaginn 18. júlí 2020 kl. 20:37

Fínn árangur hjá Guðmundi og Haraldi í Austurríki

Þeir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús luku í dag leik á Euram Bank Open mótinu en erfiðar aðstæður voru á mótssvæðinu í dag þar sem úrhellisrigning var. Mótið var hluti af Evrópumótaröð karla og Áskorendamótaröðinni og var leikið á Adamstal vellinum í Austurríki.

Haraldur var fyrir daginn á fjórum höggum undir pari. Dagurinn var erfiður hjá Haraldi en hann kom í hús á 75 höggum eða fimm höggum yfir pari. Hann endaði mótið jafn í 50. sæti á einu höggi yfir pari.

Guðmundur byrjaði daginn ágætlega og var kominn á tvö högg undir par eftir sex holur. Honum fataðist þó aðeins flugið eftir það og endaði hringinn á 74 höggum eða fjórum höggum yfir pari. Hann endaði mótið jafn í 57. sæti á þremur höggum yfir pari.

Þetta var engu að síður flottur árangur hjá þeim félögum sem eru að feta sín fyrstu fótspor á Evrópumótaröðinni.

Andri Þór Björnsson var einnig á meðal keppenda en hann var einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.