Örninn #galvin
Örninn #galvin

Fréttir

Fitzpatrick skaust á toppinn á HSBC heimsmótinu
Matthew Fitzpatrick.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 1. nóvember 2019 kl. 07:50

Fitzpatrick skaust á toppinn á HSBC heimsmótinu

Englendingurinn Matthew Fitzpatrick skaust á toppinn eftir hring upp á 67 högg á öðrum degi HSBC Champions heimsmótsins. Hann er höggi á undan Rory McIlroy.

Það var tíðindalítið golf sem Fitzpatrick lék framan af en eftir 11 holur var hann búinn að fá einn fugl og 10 pör. Á síðustu sjö holunum fékk hann aftur á móti fjóra fugla og þrjú pör og kom sér þannig á fimm högg undir par. Hann ar samtals á 11 höggum undir pari eftir hringina tvo.

McIlroy lék fyrstu níu holur mótsins á pari vallar en síðan þá er hann búinn að leika næstu 27 holur á 10 höggum undir pari. Hann lék fyrri níu holurnar í dag á þremur höggum undir pari og þær síðari á tveimur höggum undir pari eftir að fá örn á lokaholunni. Hann lék á 67 höggum í dag, annan daginn í röð og er því á 10 höggum undir pari, höggi á eftir Fitzpatrick.

Næstu menn eru á níu höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Staða efstu manna:

1. -11 M. Fitzpatrick (66-67)
2. -10 R. McIlroy (67-67)
3. -9   X. Schauffele (66-69), S. Im (66-69), A. Scott (66-69)
6. -8   H. Li (64-72), V. Perez (65-71)