Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Forsetabikarinn: Liðin klár fyrir fyrstu umferð
Tiger Woods og Ernie Els.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 11. desember 2019 kl. 10:10

Forsetabikarinn: Liðin klár fyrir fyrstu umferð

Fyrsta umferð Forsetabikarsins hefst í kvöld en þar sem mótið fer fram í Ástralíu hefjast fyrstu leikur rétt fyrir miðnætti að íslenskum tíma. Fyrirliðar liðanna tveggja, Ernie Els og Tiger Woods, tilkynntu liðin fyrir fyrstu umferðina nú rétt undir morgun.

Í fyrstu umferð verður leikinn fjórbolti en þá munu allir leikmenn leika sínum bolta og telur betra skor hvers liðs á hverri holu.

10 leikmenn leika í fyrstu umferð og sitja því tveir hjá í hvoru liði í fyrstu umferð. Alþjóðaliðið hvílir þá Haotong Li og Cameron Smith á meðan bandaríska liðið hvílir þá Matt Kuchar og Rickie Fowler. Woods sem er bæði fyrirliði og leikmaður mun leika með Justin Thomas í fyrstu umferð og mæta þeir Joaquin Niemann og Marc Leishman

Liðsuppstilling verður eftirfarandi (inni í sviganum er rástími að íslenskum tíma):

Leikur 1: Joaquin Niemann / Marc Leishman kl. 9:32 (22:32) Tiger Woods / Justin Thomas
Leikur 2: Sungjae Im / Adam Hadwin kl. 9:47 (22:47) Patrick Cantlay / Xander Schauffele
Leikur 3: Byeong Hun An / Adam Scott kl. 10:02 (23:02) Tony Finau / Bryson DeChambeau
Leikur 4: C.T. Pan / Hideki Matsuyama kl. 10:17 (23:17) Patrick Reed / Webb Simpson
Leikur 5: Louis Oosthuizen / Abraham Ancer kl. 10:32 (23:32) Gary Woodland / Dustin Johnson.