Prósjoppan
Prósjoppan

Fréttir

Frægasta hefð Masters mótsins ekki hluti af Masters vikunni
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 11. nóvember 2020 kl. 17:58

Frægasta hefð Masters mótsins ekki hluti af Masters vikunni

Hið árlega Par 3 mót sem venjulega fer fram daginn fyrir fyrsta hring Masters mótsins átti að fara fram í dag en að þessu sinni var mótið ekki haldið.

Venjan er að kylfingar sem taka þátt í Masters mótinu safnast saman ásamt fjölskyldum sínum og vinum og leika 9 holur sem allar eru par 3 holur, eins og nafnið gefur til kynna. Að þessu sinni tóku mótshaldarar þá ákvörðun að mótið yrði ekki leikið þar sem að engir áhorfendur er leyfðir á mótssvæðið.

Það eru eflaust einhverjir kylfingar sem anda aðeins léttar því sigurvegari Par 3 mótsins hefur aldrei fagnaði sigri í Masters mótinu sjálfur.

Þó svo að mótið sé ekki leikið þá er enginn búinn að gleyma mótinu og tók Evrópumótaröðin saman myndir frá mótinu undan farin ár sem skoða má hér að neðan.