Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Framkvæmdir hafnar við nýja golfholu á Hvaleyrarvelli
Búið er að safna saman jarðvegi fyrir nýrri golfholu á Hvaleyrarholti sem verður í framtíðinni 13. brautin. Mynd/Keilir.is
Miðvikudagur 10. apríl 2013 kl. 08:56

Framkvæmdir hafnar við nýja golfholu á Hvaleyrarvelli

Framkvæmdir eru hafnar við mótun á nýju 13. holunni á Hvaleyrarvelli. Framkvæmdir hófust..

Framkvæmdir eru hafnar við mótun á nýju 13. holunni á Hvaleyrarvelli. Framkvæmdir hófust síðastliðinn fimmtudag en holan mun liggja syðst á umráðasvæði golfklúbbsins Keilis á Hvaleyri. Brautin mun liggja meðfram Miklaholti, frá vestri til austurs, að bátaskýlum við Hvaleyrarlón. Þetta kemur fram á heimasíðu Keilis.

Holan á að vera stutt par-4 hola, sem á að leyfa högglengri kylfingum að taka áhættu, og leika á flöt í upphafshöggi.  Markmiðið er þó að gera mönnum lífið leitt sem áhættuna taka, sé upphafshöggið ekki að lenda á réttum stað. Fyrir meðal kylfingin verður opin leið að flöt, en hættur sem taka á móti séu menn illa staðsettir. Holan á því að vera hola þar sem menn vilja ganga í burtu með fugl eða par, en skrambar og skollar eiga eftir að vera óþarflega algengir á skorkortum allra kylfinga, meistaraflokksmanna jafnt og meðal kylfinga.

Örninn 2025
Örninn 2025

Nokkuð mikil jarðvegs mótun mun þurfa að eiga sér stað á svæðinu. Jarðvegi hefur verið safnað í vetur úr uppgreftri húsagrunns í nágrenninu, til að hægt sé að móta það landslag sem nauðsynlegt er. Steindór Eiðson stjórnar ýtunni, en hann er margreyndur í mótun golfvalla og hefur ýtt út mörgum af helstu golfvöllum landsins undanfarin 20 ár. Það er mikill happafengur að hafa jafn reyndan ýtumann í verkinu.

Unnið í samstarfi við Byggðasafn Hafnarfjarðar

Eins og margir vita, þá er löng og mikil saga um búsetu á Hvaleyrinni. Til að framkvæmdaleyfi fengist, hefur verið unnið í samstarfi við Byggðasafn Hafnarfjarðar, til að tryggja að mögulegar fornleifar á svæðinu verði ekki skemmdar. Grafin verður meðal annars, skurður í gegnum hleðsluvegg til að rannsaka jarðlög og hvort merkilega fornleifar sé að finna á svæðinu.

Áætlað er að verkið verði unnið frá janúar 2013 fram að hausti 2013. Eftir það tekur við venjulegt viðhald, þó svo að fullur gróandi hafi ekki nást. Þannig er áætlað að uppbyggingar hamur verksins ljúki í lok ágúst mánaðar 2013. Ekki er þó gert ráð fyrir því að holan verði tekin í notkun fyrr en árið 2017, þegar búið verður að klára alla uppbyggingu á svæðinu (þar með taldar breytingar á Sveinkotsvelli, og uppbygging 14. holu).