Fréttir

Frans, Svala og Þórdís keppa í Evrópumóti í Sviss
Þórdís Geirsdóttir.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 12. júní 2019 kl. 09:29

Frans, Svala og Þórdís keppa í Evrópumóti í Sviss

Þrír íslenskir kylfingar eru á meðal keppenda á Evrópumóti eldri kylfinga sem fer fram í Sviss dagana 13.-15. júní.

Kylfingarnir sem um ræðir eru þau Frans Páll Sigurðsson, GR, Svala Óskarsdóttir, GL, og Þórdís Geirsdóttir, GK.

Leiknir verða þrír hringir í karla- og kvennaflokki og komast 54 efstu karlkylfingarnir áfram að tveimur hringjum loknum á meðan 33 efstu í kvennaflokki komast áfram.

Leikið er á Patriziale Ascona svæðinu í Sviss og spila keppendur mótsins á hvítum og bláum teigum.

Bandaríkjamaðurinn Mark Gardiner er með lægstu forgjöf allra keppenda en hann er með +2,1 í forgjöf.

Hér verður hægt að fylgjast með gangi mála í mótinu.