Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Fyrirliði Evrópu kannast ekki við að Ryder bikarinn verður færður um ár
Padraig Harrington.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 23. júní 2020 kl. 09:56

Fyrirliði Evrópu kannast ekki við að Ryder bikarinn verður færður um ár

Í gær fóru að berast af því fregnir að PGA samband Bandaríkjanna, Evrópumótaröð karla og yfirvöld í Wisconsinfylki í Bandaríkjunum hyggðust tilkynna í næstu viku að Ryder bikarinn, sem átti að fara fram dagana 25.-27. september næstkomandi, yrði frestað um heilt ár vegna heimsfaraldursins.

Padraig Harrington, fyrirliði evrópska liðsins, sagðist koma af fjöllum um þessar fregnir og sagði einnig að hann yrði líklegast einn af fyrstu aðilunum til að frétta það.

„Ég hef ekki fengið að heyra neinar fréttir og ég reikna með því að vera í þeim hópi sem fær að heyra af þessu fyrst,“ lét Harrington eftir sér hafa.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fregnir af frestun keppninnar dúkka upp á borðið en í mars birti 'Daily Telegraph' grein þar sem fullyrt var að Ryder bikarinn yrði færður til ársins 2021.