Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Glæsileg verðlaun á Opna Dominos mótinu á Selfossi um helgina
4. brautin á Svarfhólsvelli.
Miðvikudagur 27. júní 2018 kl. 10:00

Glæsileg verðlaun á Opna Dominos mótinu á Selfossi um helgina

Opna Dominos mótið hefur fest sig í sessi sem eitt af stóru mótunum hjá Golfklúbbi Selfoss ár hvert. Mótið fer fram laugardaginn 30. júní á Svarfhólsvelli og er keppnisfyrirkomulagið punktakeppni. Auk punktakeppninnar eru veitt nándarverðlaun á öllum par 3 holum og verðlaun fyrir lægsta skor án forgjafar.

Mótið er tilvalið fyrir þá sem vilja koma sér í gott keppnisform fyrir meistaramótin sem hefjast flest í næstu viku.

Örninn 2025
Örninn 2025

Verðlaunin í mótinu eru að venju glæsileg en hægt er að sjá öll verðlaunin á mynd hér fyrir neðan.

Skráning er hafin á golf.is. Hér er hægt að skrá sig í mótið.

Tengdar fréttir:

Hlynur Geir lék á 63 höggum á Opna Dominos mótinu

Ísak Jasonarson
[email protected]