Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Góð byrjun hjá Guðrúnu í Sviss
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 3. september 2020 kl. 15:38

Góð byrjun hjá Guðrúnu í Sviss

Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék vel á fyrsta degi Flumserberg Ladies Open mótinu sem hófst í dag í Sviss. Mótið er hluti af LET Access mótaröðinni 

Hún hóf leik á fyrstu holu í dag og var fljótlega komin á tvö högg undir par. Tveir skollar komu henni aftur niður á parið og var hún á parinu allt þar til á 11. holu. Þá fékk hún þrjá fugla á síðustu átta holunum og kom hún í hús á 69 höggum eða þremur höggum undir pari.

Fyrir vikið er Guðrún jöfn í fjórða sæti fjórum höggum á eftir Stina Resen sem er með þriggja högga forystu á sjö höggum undir pari. 

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.