Golfklúbbur Reykjavíkur Íslandsmeistari kvenna 50 ára og eldri
Golfklúbbur Reykjavíkur tryggði sér fyrr í dag sigur á Íslandsmóti Golfklúbba 50 ára og eldri í kvennaflokki.
Golfklúbbur Reykjavíkur vann öruggan sigur á Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar í úrslitaleiknum á Kirkjubólsvelli í Sandgerði. Lokatölur 4 vinningar GR gegn 1 vinningi GKG.
Keiliskonur sigruðu Golfklúbbinn Odd örugglega í leiknum um bronsið með 4,5 vinningum gegn 0,5 vinningum.
Sigurlið GR-kvenna skipuðu eftirtaldir kylfingar: Auður Elísabet Jóhannsdóttir, Ásgerður Sverrisdóttir, Ásta Óskarsdóttir, Guðný María Guðmundsdóttir, Guðrún Garðars, Ragnhildur Sigurðardóttir, Signý Marta Böðvarsdóttir, Steinunn Sæmundsdóttir og Þuríður Valdimarsdóttir.