Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Golfmótum atvinnumanna fram í maí frestað - PGA risamótið fært
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 18. mars 2020 kl. 09:26

Golfmótum atvinnumanna fram í maí frestað - PGA risamótið fært

Fleiri stórmótum atvinumanna hefur nú verið frestað langt inn í maímánuð. Annað risamót ársins, PGA Championship sem halda átti 14.-17. Maí hefur verið slegið á frest en freista á þess að finna aðra dagsetningu síðar á árinu.

Bestu kylfingar heims hafa tjáð sig á samfélagsmiðlum í COVID-19. Tiger Woods og fleiri hafa sagt að það séu aðrir hlutir sem skipti meira máli en golf. „Við þurfum að hugsa um öryggið, vera skynsöm og hugsa vel um okkur og okkar nánustu,“ sagði fimmtánfaldur risameistari sem mun ekki verja Masters titilinn í apríl en mótinu hefur verið frestað. Jack Nicklaus hefur einnig tjáð sig um það og telur ekki líklegt að keppt verði um græna jakkann í ár.

Klósettrúllan hefur verið efni í æfingasveiflur kylfinga. Hér kemur útgáfa Hollendingsins Joost Luiten.