GolfTV: Hjón slógu draumahöggin á sama hringnum
Bandarísku hjónin Ted og Sandy Wechsler gleyma vart golfhringnum sem þau léku nýverið á Sun City West vellinum í Arizona í Bandaríkjunum.
Bandarísku hjónin Ted og Sandy Wechsler gleyma vart golfhringnum sem þau léku nýverið á Sun City West vellinum í Arizona í Bandaríkjunum. Þau slógu bæði draumahöggið á sama hringnum en líkurnar á að slíkt gerist er einn á móti sautján milljónum.
Ted sló boltann beint ofaní holu af um 130 metra færi á 14. braut vallarins og notaði hann 6-járn. Sandy sló síðan draumahöggið skömmu síðar á 17. braut af um 70 metra færi.
Sandy sagði við staðarblað í Arizona að hún hafi verið ánægð með höggið hjá eiginmanni sínum en á sama tíma hafi hún verið ósátt við að hafa ekki upplifað þetta sjálf. „Ég var því að jafna metin þegar ég fékk tækifæri til þess,“ sagði Sandy.