Fréttir

GolfTV: Presturinn afhenti Hlyni stigameistaratitilinn
Laugardagur 8. september 2012 kl. 21:17

GolfTV: Presturinn afhenti Hlyni stigameistaratitilinn

Hlynur Geir Hjartarson úr Golfklúbbi Selfoss varð stigameistari á Eimskipsmótaröðinni í ár. Hann gat ekki tekið við..

Hlynur Geir Hjartarson úr Golfklúbbi Selfoss varð stigameistari á Eimskipsmótaröðinni í ár. Hann gat ekki tekið við titlinum í lokahófi GSÍ sem fram fór í kvöld. Hlynur kvænti sig í dag og var því skiljanlega fjarverandi í dag.

Hlynur fékk hins vegar stigameistaratitilinn afhentan og það með eftirminnilegum hætti. Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson afhenti Hlyni titilinn í ár. Hlynur kvæntist Gunnhildi Katrínu Hjaltadóttur í dag.