Fréttir

GOS leikur í 1. deild að ári eftir sigur í 2. deild
Sigursveit Golfklúbbs Selfossar.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 26. júlí 2020 kl. 23:03

GOS leikur í 1. deild að ári eftir sigur í 2. deild

Golfklúbbur Selfossar fagnaði í dag sigri í 2. deild karla á Íslandsmóti golfklúbba. GOS hafði betur gegn Nesklúbbnum í úrslitaleiknum og leikur því í efstu deild á næsta ári. Leikið var á Garðavelli hjá Golfklúbbinum Leyni á Akranesi.

Úrslitaleikurinn fór þannig að GOS vann sér inn 3,5 vinning á meðan Nesklúbburinn fékk 1,5. Leikirnir sem féllu GOS-mönnum í vil unnust nokkuð örugglega.

Í leiknum um þriðja sætið léku Golfklúbbur Setbergs á móti sveit Golfklúbbs Öndverðarness. Svo fór að lokum að GÖ hafði betur 3-2 og tryggði sér þar með bronsverðlaunin.

Golfklúbbur Húsavíkur endaði í 8. sæti og leikur því í 3. deild að ári liðnu.

Öll nánari úrslit má nálgast hérna.

Lokastaðan í 2. deild karla á Íslandsmóti golfklúbba:

1. Golfklúbbur Selfoss
2. Nesklúbburinn
3. Golfklúbbur Öndverðarness
4. Golfklúbbur Setbergs
5. Golfklúbburinn Oddur
6. Golfklúbbur Skagfirðinga
7. Golfklúbbur Kiðjabergs
8. Golfklúbbur Húsavíkur


Golfklúbbur Öndverðarness.