Fréttir

Guðmundur hefur leik í dag á Morgado svæðinu
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 12. september 2019 kl. 08:55

Guðmundur hefur leik í dag á Morgado svæðinu

Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR hefur leik í dag á Opna portúgalska mótinu á Áskorendamótaröðinni í golfi.

Leikið er á Morgado golfsvæðinu í Portúgal sem hefur verið vinsæll áfangastaður íslenskra kylfinga undanfarin ár.

Guðmundur fer út klukkan 12:30 að staðartíma eða klukkan 11:30 að íslenskum tíma og byrjar á 10. teig. Hann verður í holli með þeim Todd Clements og Stuart Grehan.

Guðmundur náði sínum besta árangri á Áskorendamótaröðinni í síðustu viku þegar hann endaði í 13. sæti á Opna Bretagne mótinu í Frakklandi. Fyrir þann árangur fór hann upp í 136. sæti stigalista mótaraðarinnar.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.


Fjölmargir íslenskir kylfingar hafa farið með VITA Golf á Morgado golfsvæðið síðustu ár.