Örnninn er lentur
Örnninn er lentur

Fréttir

Guðmundur keppir í París - einn yfir pari
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 21. september 2023 kl. 15:17

Guðmundur keppir í París - einn yfir pari

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur á DP Evrópumótaröðinni lék fyrsta hringinn á einu höggi yfir pari á Cazoo Opna franska mótinu á Le Golf National golfvellinum í Frakklandi í dag.

Guðmundur Ágúst fékk þrjá fugla og fjóra skolla á hringnum en hinn kóreski Tom Kim er með forystu á sjö höggum undir pari en hann fékk sex fugla á fyrstu sjö holunum. Tveir Englendingar eru á sex undir pari í 2.-3. sæti, þeir Richard Mansell og Matthew Southgate.

Le National er sögufrægur golfvöllur en þar var Ryder bikarinn m.a. leikinn árið 2018. Evrópumenn unnu glæstan sigur. Nú er aðeins vika í Ryder bikarinn 2023 en hann fer fram í Róm. Evrópumenn eiga harma að hefna en þeir töpuðu stórt árið 2021 þegar leikið var á Whistlings Straits vellinum.