Golfbúðin #Hamar
Golfbúðin #Hamar

Fréttir

Guðmundur og Haraldur báðir úr leik
Haraldur Franklín Magnús.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 10. júlí 2020 kl. 22:39

Guðmundur og Haraldur báðir úr leik

Þeir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús duttu báðir úr leik eftir tvo hringi á Austrian Open mótinu en annar hringur mótsins var leikinn í dag. Mótið er hluti af Evrópumótaröð karla og Áskorendamótaröðinni.

Fyrir daginn var Guðmundur í ágætis málum á höggi tveimur höggum undir pari. Hann byrjaði daginn vel og var kominn á samtals fjögur högg undir par eftir sex holur. Þá kom aftur á móti slæmur kafli þar sem að hann fékk tvo skramba og skolla. Síðari níu holurnar lék hann svo á tveimur höggum yfir pari og hringinn því á 77 höggum, eða fimm höggum yfir pari.

Guðmundur lék hringina tvo á samtals þremur höggum yfir pari í 103. sæti og var hann fjórum höggum frá því að komast gegnum niðurskurðinn.

Haraldur átti á brattann að sækja eftir erfiðan fyrsta hring. Hann bætti sig um 10 högg og kom í hús á 71 höggi, eða höggi undir pari. Á hringnum fékk hann fimm fugla, fjóra skolla og restina pör. Haraldur endaði því á samtals átta höggum yfir pari og varð jafn í 130. sæti.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.


Guðmundur Ágúst Kristjánsson.