Fréttir

Guðmundur og Haraldur mæta til leiks á Ítalíu á morgun
Haraldur Franklín Magnús.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 30. september 2020 kl. 15:55

Guðmundur og Haraldur mæta til leiks á Ítalíu á morgun

Þeir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús hefja á morgun leik á Italian Challenge Open mótinu en það er hluti af Áskorendamótaröðinni. Mótið er leikið á Castelconturbia vellinum sem er staðsettur rétt fyrir utan Mílan.

Guðmundur hefur leik klukkan 12:30 á morgun að staðartíma sem er 10:30 að íslenskum tíma. Með honum í holli eru þeir Pedro Oriol og Ricardo Gouveia. Guðmundur hefur leikið vel undanfarið og náði meðal annars sínum besta árangri á Evrópumótaröðinni þegar að hann endaði jafn í 19. sæti á Open de Portugal mótinu.

Haraldur Franklín er í einu af síðustu hollunum en hann hefur leik klukkan 13:45 að staðartíma. Hann leikur með þeim David Borda og Scott Gregory.

Hægt verður að fylgjast með skori keppenda hérna.


Guðmundur Ágúst Kristjánsson.